Ærslabelgur tekin í notkun á Húsavík

Verið er að setja annan slíkan upp á Kópaskeri

Börn að ærslast á glænýjum belg. Mynd/epe

Búið er að koma fyrir ærslabelg á lóð Borgarhólsskóla á Húsavík og var hann tekin í notkun í dag en þetta ku vera ærslabelgur nr. 66 sem settur er upp á Íslandi en verið er að setja upp  samskonar belg á Kópaskeri í þessum skrifuðu orðum.

Blaðamaður Víkurblaðsins leit við í blíðviðrinu á Húsavík og kannaði aðstæður. Ekki var annað að sjá en að börnin kynnu vel að meta þessa viðbót í afþreyingu í bænum og virtust una sér vel.

Tryggðu þér áskrift að Víkurblaðinu

Smella HÉR