Atli Barkar verðlaunaður í Norwich

Atli Barkarson, leikmaður Norwich City á Englandi

Knattspyrnuliðið Norwich City, sem nýlega tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni ensku með því að standa uppi sem sigurvegarar í næst efstu deild, hélt í gærkvöld sérstakan hátíðarkvöldverð fyrir leikmenn og starfsfólk Akademíu Kanarífuglanna; eins konar uppskeruhátíð. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins

Við þetta tilefni er viðurkenningum útdeilt en „Völsungurinn“ Atli Barkarson sem gekk til liðs við Norwich fyrir nýliðið tímabil fékk verðlaun fyrir frábæra frammistöðu með Akademíunni (e. Outstanding Academic Contribution Award).

„Ég vil þakka fjölskyldu minni sem hefur fórnað miklu til þess að ég geti látið draum minn rætast,“ sagði Atli þegar hann tók við verðlaununum. „Ég vil einnig þakka klúbbnum fyrir að hafa gefið mér þetta tækifæri.“

Sjá einnig: „EF MAÐUR TEKUR ÞVÍ RÓLEGA EINN DAGINN…“