Um hádegið í dag fékk Búðará nýjan farveg til sjávar en starfsmenn og verktakar á vegum Norðurþings unnu að því hörðum höndum í nístingskulda að vísa ánni sína nýju leið.

Dregið var úr rennsli í gegnum stífluna við andapollinn og stokkurinn við Árból stíflaður á meðan framkvæmdum stóð.  Áin kemur svo upp á yfirborðið rétt neðan við brúna yfir Búðarárgilið og rennur ofan jarðar dágóðan spöl upp í móti suður með veginum við suðurfjöruna. Að lokum fer rennslið í gegnum rör undir veginn og út í hvítfissandi Atlandshafið.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af glænýrri Búðará.

Endurnar á pollinum fengu aukið andrými á meðan framkvæmdum stóð
Unnið við að breyta stefnu vatnsrennslisins
Baldur Kristinsson og Beggi á gröfunni fylgjast með fyrstu lítrunum renna í nýja átt.
Hér fer hún undir veginn
Í átt að Kinnarfjöllum