Auglýsing
Kristján Þór
Ég hef mikla trú á því að ýmislegt í sveitarfélaginu geti laðað að ferðmenn, innlenda sem erlenda. Sjóböðin á Húsvík eru nýjasta aðdráttaraflið, en viðtökurnar við þeim hafa verið frábærar. Dettifoss og nærsvæðið þar í kring er auðvitað lykilsvæði fyrir okkur til lengri tíma litið og það er ánægjulegt að loks sjái fyrir endann á framkvæmdum við nýjan veg...
Jólamatarhorn
Þegar kemur að mat, drykk og öðrum lífsins lystisemdum eru fáir sem meira mark er takandi á en Húsvíkingnum Eyþóri Mar Halldórssyni en hann hleður hér í sannkallaða hátíðarveislu í Matarhorni Víkurblaðsins. Eyþór hefur gert garðinn frægan í veitingabransanum undanfarin ár og nýverið opnaði hann nýjan veitingastað ásamt félögum sínum undir merkjum brugghússins BrewDog. Þá er hann eigandi og...
Vetrarferðaþjónusta í Þingeyjarsýslum
„Ég tel að Þingeyjarsýslur hafi aðdráttarafl til að halda uppi öflugri ferðaþjónustu fyrir vetrarmánuðina. Helstu áskoranirnar í því að efla heilsársferðaþjónustu á svæðinu tengjast flugsamgöngum. Það er nokkuð ljóst að á meðan millilandaflug til Akureyrar er ekki meira en raun ber vitni, verður lítið um ferðamenn hér á veturna,“ segir Kristinn Ingi Pétursson leiðsögumaður en hann rekur ferðaþjónustuna KIP.is...
„Veturinn hefur verið góður og mikið að gera, sem er jákvætt. Við rekjum þetta að stórum hluta til sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða og tilkomu Vaðlaheiðarganga,” segja Guðrún Þórhildur Emilsdóttir og Guðbjartur Fannar Benediktsson á veitingastaðnum Sölku á Húsavík. „Við heyrum það á viðskiptavinum okkar að þeir séu á leið í sjóböðin eða koma frá þeim, þannig að það er alveg á...
Texti: Sigrún Aagot Ottósdóttir Tanía Sól Hjartardóttir er aðeins 14 ára gömul en hefur náð langt í fótbolta þrátt fyrir ungan aldur. Tanía Sól er frá Laugum, en hefur æft með KA síðastliðin ár. Tanía Sól varð Íslandsmeistari með 4. fl KA síðasta sumar og var valin í úrtaksæfingar á vegum KSÍ á síðasta ári. Tanía segir að fótboltaáhuginn hafi kviknað...
Texti: Sigrún Aagot Ljósmyndir: Halldóra Kristín/ HKB Photography Halldóra Kristín Bjarnadóttir (Dóra Kristín) og Örn Björnsson búa í fallegu einbýlishúsi við Þingeyjarskóla í Aðaldal. Þau hafa lagt sitt af mörkum við að auðga hið þingeyska samfélag, en þau eiga tveggja ára dóttur, hana Iðunni Emblu og eru að undirbúa komu nýs erfingja.  Örn segir að Dóra Kristín hafi sannfært hann um...
Víkurblaðið kynnir nýjan lið þar sem Þingeyingar nær og fjær verða í nærmynd með fjölbreyttum hætti. Magnús Halldórsson ríður á vaðið sem Þingeyingur í útlöndum og í næsta tölublaði verður aðfluttur Þingeyingur í nærmynd  Þingeyingurinn Magnús Halldórsson kynnir „heimaborg” sína Seattle en þar hefur hann búið ásamt konu sinni Freyju V. Þórarinsdóttur frá því haustið 2016, eftir að hafa búið...
Christoph Wölle (38 ára) frá Diethardt í Þýskalandi er með master í Skógfræði en sagði upp vinnunni sinni sumardaginn fyrsta árið 2014 þegar konan hans fékk starf í Vatnajökulsþjóðgarði. Þau settust að á Kópaskeri þar sem Christoph starfar sem kennari. Hann segir lesendum Víkurblaðsins frá því hvers vegna hann endaði á Íslandi og hvaða augum hann lítur samfélagið. Þegar...
Bókin sem ég las síðast er eftir Kristínu Marju Baldursdóttur „Hús úr húsi“  en það er bók þessa mánaðar í bókaklúbbbnum sem ég er í. Þessi bók kom út 1997 og er önnur bók höfundar en áður hafði komið út eftir hana „Mávahlátur“ sem sló í gegn og var bæði sett upp sem leikrit og gerð kvikmynd eftir. Sagan segir...
Á fimmtudag nk. stendur Norðurþing  fyrir áhugaverðum fyrirlestri í tengslum við verkefnið „Heilsueflandi samfélag.“ Sölvi Tryggva­son, fjölmiðlamaður gaf nýverið út bókina: Á Eigin Skinni, sem er afrakstur áratugsvegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi fólki um allan...