Auglýsing
Eva Björk Káradóttir er aðflutti Þingeyingur Víkurblaðsins að þessu sinni, en Víkurblaðið mun halda þá hefð heilaga að vera með Þingeyinga í nærmynd hvar í heimi sem þeir eru í hverju blaði. Sjá einnig: MAGNÚS HALLDÓRSSON Í SEATTLE Þegar við tókum ákvörðun um að flytja hingað var ég komin með nóg af Reykjavík og stressinu sem fylgir borginni og hlakkaði til að...
Í dag fimmtudaginn 9. maí hefst vegleg afmælishátíð Hvalasafnsins á Húsavík og stendur til og með 11. maí. Blaðamaður Víkurblaðsins leit við á safninu í vikunni og hitti þar fyrir Evu Björk Káradóttur, framkvæmdastjóra og Heiðar Hrafn Halldórsson, verkefnastjóra. Þau voru á kafi í undirbúningi fyrir hátíðina þegar blaðamann bar að garði en lofuðu því að mikið yrði um dýrðir....
Ég les aðallega fræðibækur og þegar maður les fræðibækur les maður yfirleitt alltaf nokkrar bækur í einu. Eins og stendur eru þrjár bækur á borðinu hjá mér; Thinking, Fast and Slow eftir sálfræðinginn Daniel Kahneman, Shamans Trough Time: 500 years on the Path to Knowledge sem er greinasafn um hvernig vestrænir fræðimenn hafa skrifað um shamana undanfarin 500 ár....
video
Tónlistarmaðurinn r a f n a r mun flytja töfraheim nýútkominnar plötu sinnar, VODA í Samkomuhúsinu á Húsavík í kvöld 10. maí ásamt litríku töfrafólki sem skapa öldurnar og gera verkin að því sem þau eru. Hverju lagi á plötunni fylgir myndverk og verða þau til sýnis á tónleikunum. Sömuleiðis verður frumsýnt vídeóverk sem tengir VODA frá upphafi til enda. „Platan...
Umsjón: Sigrún Aagot Þingeyingurinn í nærmynd að þessu sinni er leirlistakonan Anita Karin Guttesen sem býr á Laugum í Reykjadal, hún er þriggja barna móðir, gift og kennari að mennt. Undanfarin ár hefur Anita Karin staðið fyrir leirnámskeiðum fyrir byrjendur í Listasmiðjunni á Laugum. Hvað ertu að kenna á keramik námskeiði? Ég kenni grunnatriði leirmótunar, þ.e. klassískar aðferðir við að móta...
Blaðamaður Víkurblaðsins hitti Heron Oliveira í Framhaldsskólanum á Húsavík í vikunni þar sem síðarnefndi leggur stund á nám. Heron er frá Brasilíu en flutti til Íslands fyrir um ári síðan þegar foreldrar hans fengu vinnu hjá PCC á Bakka. „Allir útlendingar sem koma til Íslands til að vinna fara til PCC á Bakka,” segir Heron og brosir út í annað.  Allir útlendingar sem koma til Íslands til að vinna fara til PCC á Bakka, Heron bjó einnig...
Víkurblaðið kynnir nýjan lið þar sem Þingeyingar nær og fjær verða í nærmynd með fjölbreyttum hætti. Magnús Halldórsson ríður á vaðið sem Þingeyingur í útlöndum og í næsta tölublaði verður aðfluttur Þingeyingur í nærmynd  Þingeyingurinn Magnús Halldórsson kynnir „heimaborg” sína Seattle en þar hefur hann búið ásamt konu sinni Freyju V. Þórarinsdóttur frá því haustið 2016, eftir að hafa búið...
Á náttborðinu hjá mér er bókin Sapiens: A Brief History of Humankind eftir Yuval Noah Harari. Bókin er eins og nafnið bendir til sagnfræði mannskepnunnar í grófum dráttum frá upphafi tegundarinnar. Bókin er frábær, það sem ég er búinn með af henni og það sem er að koma mér mest á óvart er hvað skilningur minn á félagssálfræði og atferli...
Texti: Egill P. Egilsson Notalegir straumar fóru um undirritaðan við annars óákjósanlegar aðstæður á laugardagskvöld fyrir viku. Ég var að aka um þjóðveg 85 í átt til Húsavíkur í myrkri, hríð og þæfingsfærð. Gildi lista í samfélaginu var mér umhugsunarefni, hversu mikilvæg listin er okkur manneskjunum þó stundum áttum við okkur ekki á því. Sérstaklega verður maður var við að...
Hulda Þórey Garðarsdóttir er Þingeyingur Víkurblaðsins að þessu sinni en hún hefur búið fjærri þingeysku lofti um árabil. Við fengum hana til að kynna borgina sína sem er gömul bresk nýlenda í Austurlöndum. - Hvað dró þig til Hong Kong og hvað ertu búinn að vera lengi? „Ég kom hingað fyrst með þáverandi eiginmanni mínum, Steindóri sem var þá starfsmaður Sæplasts....