Auglýsing
video
Húsavík er mikill ferðamannabær, þetta kemur fram í þættinum Að norðan á sjónvarpsstöðinni N4. Rætt er við Guðbjart Fannar Benediktsson og Guðrúnu Þórhildi Emilsdóttur veitingafólk  á veitingastaðnum Sölku á Húsavík en þau segja m.a frá því að desember s.l. hafi verið sá besti frá upphafi hjá Sölku. Þau telja jafnframt að Sjóböðin á Húsavíkurhöfða hafi hjálpað mikið til við að...
Húsvíkingurinn Rafnar Orri Gunnarsson vinnur að sinni fyrstu plötu sem mun heita VODA tvö lög af henni eru nú þegar komin í spilun og hafa þau hlotið góðar viðtökur á Youtube. Myndböndin eru afar metnaðarfull. Rafnar Orri hefur fengist við ýmislegt á ferlinum, kvikmyndagerð, fjölmiðlun, hönnun og upptökustjórn svo eitthvað sé nefnt. Hann segist enn vera að komast betur...
Kristjana María Kristjánsdóttir er búsett á Rennesøy, Rogalandi í Noregi. Hún segir frá bókinni á náttborðinu: Í þessum töluðu orðum hef ég á náttborðinu mínu bókina Þyrnifuglarnir eftir Colleen McCullough. Þessa bók las ég fyrir mörgum árum og hef haft hana í „baköfðinu“ eins og við segjum hér í Noregi, alveg síðan þá. Hef í þó nokkurn tíma ætlað mér að...
Kristján Þór
Ég hef mikla trú á því að ýmislegt í sveitarfélaginu geti laðað að ferðmenn, innlenda sem erlenda. Sjóböðin á Húsvík eru nýjasta aðdráttaraflið, en viðtökurnar við þeim hafa verið frábærar. Dettifoss og nærsvæðið þar í kring er auðvitað lykilsvæði fyrir okkur til lengri tíma litið og það er ánægjulegt að loks sjái fyrir endann á framkvæmdum við nýjan veg...
Texti: Egill P. Egilsson Við höldum aðeins áfram með umfjöllun síðasta tölublaðs Víkurblaðsins um félagslíf í Þingeyjarsýslum enda þótt það hafi verið þemayfirskrift, þá er félagslíf- og starf eitthvað sem á skilið reglulega umfjöllun. Félag eldriborgara á Húsavík og nágrenni hefur haldið upp öflugu félagsstarfi fyrir sína félagsmenn um nokkurra ára skeið. Félagsaðstaða félagsins í Hlyn er mikið notuð og þar...
Skjaldmeyjar hafsins, sem Leikhópurinn Artik sýnir nú í samstarfi við Leikfélag Akureyrar, hefur hlotið gríðar góðar viðtökur og hefur því verið ákveðið að bæta við sýningu á Skírdag.  Verkið er beinheimildaverk og byggir á frásögnum sjómannskvenna á norður- og austurlandi. Sýningunni hefur verið lýst sem fallegri og einlægri, og hafa margir áhorfendur tengt vel við frásagnir og tilfinningar kvennanna þriggja...
Vel heppnuð æfingaferð kvennaliðs Völsungs í fótbolta til Spánar er nú að baki þar sem stelpurnar nutu sín við frábærar aðstæður. Greinin birtist fyrst í Víkurblaðinu #11 - 25. Apríl sl. Við vorum á Salou á Spáni,“ sagði Harpa Ásgeirsdóttir reynslubolti í liði Völsungs í samtali við Víkurblaðið að ferðinni lokinni. Hún segist jafnframt full tilhlökkunar að hefja leik í...
Skjálfandi listahátíð verður haldin í Samkomuhúsinu á Húsavík föstudaginn 17. maí. Þetta er í 8. sinn sem Skjálfandi listahátíð er haldin í Norðurþingi. Hátíðin er samstarfsverkefni fjölmargra einstaklinga, hópa, byggðarlaga og listgreina þar sem heima- og aðkomufólk leiða saman hesta sína með einlægri og fallegri listahátíð í Samkomuhúsinu á Húsavík. Yfir 50 listamenn taka þátt að þessu sinni en fjölbreytnin verður...
Sigurður Unnar Haukson er eitt mest efni sem komið hefur fram í íþróttagreininni „Skeet“ eða leirdúfuskotfimi. Greinin nýtur mikilla vinsælda út um allan heim og Sigurður Unnar er talinn eiga góða möguleika á því að komast í fremstu röð í heiminum innan fárra ára. Það kostar hins vegar þrotlausar æfingar og því fylgir mikill kostnaður, ferðalög og vinnutap. Hann...
Blaðamaður Víkurblaðsins hitti Heron Oliveira í Framhaldsskólanum á Húsavík í vikunni þar sem síðarnefndi leggur stund á nám. Heron er frá Brasilíu en flutti til Íslands fyrir um ári síðan þegar foreldrar hans fengu vinnu hjá PCC á Bakka. „Allir útlendingar sem koma til Íslands til að vinna fara til PCC á Bakka,” segir Heron og brosir út í annað.  Allir útlendingar sem koma til Íslands til að vinna fara til PCC á Bakka, Heron bjó einnig...