Auglýsing
Ein af vinsælustu hefðum sem skapast hafa í starfi leikskólabarna á Grænuvöllum er hin árlega heimsókn í Grobbholt. Búfræðingurinn, Leeds-arinn og hrútadómarinn Aðalsteinn Árni Baldursson, betur þekktur sem Kúti rekur eitt rómaðasta sauðfjárbú húsvískara áhugabænda: Grobbholt, rétt ofan við Sprænugil. Hann hefur gert það undanfarin ár að bjóða nemendum Grænuvalla í heimsókn á þeim tíma er vor ætti að vera...
Blaðamaður Víkurblaðsins fékk í vikunni boð frá Leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík í grillveislu á útivistarsvæði við Sprænugil sem leikskólabörn hafa nýtt fyrir útvist undan farin ár og kalla Holt. Í Holti mætti blaðamanni fríður hópur barna og fullorðinna, þarna voru saman komin nemendur og starfsfólk Grænuvalla ásamt 14 manna hópi Frakka sem var í námsheimsókn á Húsavík. „Já við erum með...
video
Tónlistarmaðurinn r a f n a r mun flytja töfraheim nýútkominnar plötu sinnar, VODA í Samkomuhúsinu á Húsavík í kvöld 10. maí ásamt litríku töfrafólki sem skapa öldurnar og gera verkin að því sem þau eru. Hverju lagi á plötunni fylgir myndverk og verða þau til sýnis á tónleikunum. Sömuleiðis verður frumsýnt vídeóverk sem tengir VODA frá upphafi til enda. „Platan...
Í dag fimmtudaginn 9. maí hefst vegleg afmælishátíð Hvalasafnsins á Húsavík og stendur til og með 11. maí. Blaðamaður Víkurblaðsins leit við á safninu í vikunni og hitti þar fyrir Evu Björk Káradóttur, framkvæmdastjóra og Heiðar Hrafn Halldórsson, verkefnastjóra. Þau voru á kafi í undirbúningi fyrir hátíðina þegar blaðamann bar að garði en lofuðu því að mikið yrði um dýrðir....
Völsungur mætir KR á heimavelli í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í gær. Síðast þegar Völsungur komst í 16 liða úrslit var árið 1992 og  þá voru mótherjarnir einnig KR, leikið var á Húsavík líkt og nú. Fréttavefurinn 640.is greinir frá því að KR sigraði árið 1992 með tveimur mörkum gegn einu. Steinar Ingimundarsonar skorað...
Skjálfandi listahátíð verður haldin í Samkomuhúsinu á Húsavík föstudaginn 17. maí. Þetta er í 8. sinn sem Skjálfandi listahátíð er haldin í Norðurþingi. Hátíðin er samstarfsverkefni fjölmargra einstaklinga, hópa, byggðarlaga og listgreina þar sem heima- og aðkomufólk leiða saman hesta sína með einlægri og fallegri listahátíð í Samkomuhúsinu á Húsavík. Yfir 50 listamenn taka þátt að þessu sinni en fjölbreytnin verður...
Vel heppnuð æfingaferð kvennaliðs Völsungs í fótbolta til Spánar er nú að baki þar sem stelpurnar nutu sín við frábærar aðstæður. Greinin birtist fyrst í Víkurblaðinu #11 - 25. Apríl sl. Við vorum á Salou á Spáni,“ sagði Harpa Ásgeirsdóttir reynslubolti í liði Völsungs í samtali við Víkurblaðið að ferðinni lokinni. Hún segist jafnframt full tilhlökkunar að hefja leik í...
Skjálfandi listahátíð verður haldin í Samkomuhúsinu á Húsavík föstudaginn 17. maí. Þetta er í 8. sinn sem Skjálfandi listahátíð er haldin í Norðurþingi, og er hátíðin samstarfsverkefni fjölmargra einstaklinga, hópa, byggðarlaga og listgreina þar sem heima- og aðkomufólk leiða saman hesta sína með einlægri og fallegri listahátíð í Samkomuhúsinu á Húsavík. Yfir 50 listamenn taka þátt að þessu sinni en fjölbreytnin...
Sumarsýning Könnunarsafnsins á Húsavík opnar í dag, en hún ber nafnið Óttalausar og fjallar um konur í landkönnun, frá 17. öld fram til dagsins í dag. Sýningin segir sögur sex kvenna sem unnið hafa afrek á sviði landkönnunar og vísinda, auk þess sem 50 konur til viðbótar eru á myndum í sýningunni. „Könnunarsagan er mikið til saga karla, skrifuð af...
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum: Framsýn, stéttarfélag – Starfsmannafélag Húsavíkur og Þingiðn, félag iðnaðarmanna, standa fyrir mikilli hátíðardagskrá á baráttudegi verkalýðsins, í dag, 1. maí, á Húsavík. Á vef Framsýnar segi að hátíðin í ár brjóti blað í sögu slíkra hátíðarhalda. „Eftir því sem við komumst næst er þetta í fyrsta skipti í sögunni, hér á landi, sem hátíðarhöldin á baráttudegi verkalýðsins...