Auglýsing
Víkurblaðið kynnir nýjan lið þar sem Þingeyingar nær og fjær verða í nærmynd með fjölbreyttum hætti. Magnús Halldórsson ríður á vaðið sem Þingeyingur í útlöndum og í næsta tölublaði verður aðfluttur Þingeyingur í nærmynd  Þingeyingurinn Magnús Halldórsson kynnir „heimaborg” sína Seattle en þar hefur hann búið ásamt konu sinni Freyju V. Þórarinsdóttur frá því haustið 2016, eftir að hafa búið...
Jólamatarhorn
Þegar kemur að mat, drykk og öðrum lífsins lystisemdum eru fáir sem meira mark er takandi á en Húsvíkingnum Eyþóri Mar Halldórssyni en hann hleður hér í sannkallaða hátíðarveislu í Matarhorni Víkurblaðsins. Eyþór hefur gert garðinn frægan í veitingabransanum undanfarin ár og nýverið opnaði hann nýjan veitingastað ásamt félögum sínum undir merkjum brugghússins BrewDog. Þá er hann eigandi og...
Húsavík öl
Það bættist í flóru veitinga- og afþreyingar á Húsavík í gærkvöld þegar brugghúsið Húsavík Öl opnaði bruggstofu (e. taproom) í húsakynnum gömlu mjólkurstöðvarinnar að Héðinsbraut 4. Það var allt á útopnu í gömlu mjólkurstöðinni þegar blaðamaður Víkurblaðsins rak þar inn nefið að kvöldlagi fyrir um hálfum mánuði síðan. Þar var bruggmeistari Húsavíkur, Þorsteinn Snævar Benediktsson staddur innan um stillansa og...
Sigga Hauks
Sigríður Hauksdóttir, eða Sigga Hauks er tveggja barna móðir sem hefur búið sér heimili að Uppsalavegi á Húsavík ásamt eiginmanninum Röðli Rey Kárasyni og strákunum þeirra, Hauki Kára (6 ára) og Björgvini Rúnari (4 ára). Sigga er engin venjuleg kona, ó, nei! Þegar hún er ekki í vinnunni hjá félagsþjónustu Norðurþings, þá er hún að undirbúa jólin. Hvað er...
Húsvíkingurinn Kristján Eymundsson fluttist til Stavanger árið 1995 og stofnaði byggingarfyrirtækið FaktaBygg tveimur árum seinna. Nú er hann með um 50 manns í vinnu og hyggur á stórframkvæmdir í sínum gamla heimabæ. Víkurblaðið tók hann tali á dögunum og ræddi við hann um lífið í Noregi og framtíð Húsavíkur. Það er létt yfir Kristjáni þegar ég slæ á þráðinn til...
Sólveig Halla
Sólveig Halla Kristjánsdóttir er sveitastelpa frá Hörgárdal og sóknarprestur í Laufásprestakalli í  afleysingum. Hún hlakkar til jólanna í nýju hlutverki sem sóknarprestur eftir skemmtilegt og lærdómsríkt ævintýri í Noregi. í opnuviðtali Jóla-Víkurblaðsins ræðir hún um preststarfið, sveitalífið, efann og trúna í einlægu jólaviðtali. Blaðið fer í prentun á mánudagsmorgun og dreifingu á miðvikudag. Sólveig Halla hlaut trúarlegt uppeldi en móðir...
Vetrarferðaþjónusta í Þingeyjarsýslum
„Ég tel að Þingeyjarsýslur hafi aðdráttarafl til að halda uppi öflugri ferðaþjónustu fyrir vetrarmánuðina. Helstu áskoranirnar í því að efla heilsársferðaþjónustu á svæðinu tengjast flugsamgöngum. Það er nokkuð ljóst að á meðan millilandaflug til Akureyrar er ekki meira en raun ber vitni, verður lítið um ferðamenn hér á veturna,“ segir Kristinn Ingi Pétursson leiðsögumaður en hann rekur ferðaþjónustuna KIP.is...
Kristján Þór
Ég hef mikla trú á því að ýmislegt í sveitarfélaginu geti laðað að ferðmenn, innlenda sem erlenda. Sjóböðin á Húsvík eru nýjasta aðdráttaraflið, en viðtökurnar við þeim hafa verið frábærar. Dettifoss og nærsvæðið þar í kring er auðvitað lykilsvæði fyrir okkur til lengri tíma litið og það er ánægjulegt að loks sjái fyrir endann á framkvæmdum við nýjan veg...