Fjallasýn tekur við leið 79 fyrir Strætó

Strætisvagnaleið 79 milli Akureyrar og Húsavíkur verður hér eftir í höndum Fjallasýnar en samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu hefur samkomulag náðst um að Fjallasýn aki við rekstri á leiðinni. „Frá og með 23. maí s.l. tók Fjallasýn yfir akstur á leið 79 Húsavík – Akureyri – Húsavík  fyrir Strætó / Eyþing,“ segir í tilkynningunni.

Það verða því starfsmenn og bílar merktir sem sjá um aksturinn á umræddri leið héðan í frá.