GróLind á hringferð um landið

Þemaumfjöllun Víkurblaðsins #10: Kolefnisjöfnun

Staðsetnigartæki komið fyrir á kind áður en henni er sleppt á afréttina. Mynd: grolind.land.is

GróLind er samstarfsverkefni sem byggt er á samkomulagi milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands, Landgræðslu ríkisins og Landssamtaka sauðfjárbænda.  Landgræðsla ríkisins er með yfirumsjón verkefnisins en verkefnið er fjármagnað í gegnum búvörusamningana og með eigin framlagi Landgræðslu.

Landgræðlsan er um þessar mundir á hringferð um landið til að kynna verkefnið fyrir bændum og öðrum áhugasömum. Blaðamaður Víkurblaðsins var á slíkum fundi sem haldin var í húsakynnum Fjallalambs á Kópaskeri á dögunum, en afar vel var mætt á fundinn.

Á fundinum var fjallað um aðferðarfræði verkefnisins m.a ástandsmat, þróun sjálfbærnivísa

Á síðasta ári voru staðsetningartæki sett á yfir 100 lambær sem ganga um afréttir og úthaga landsins. Verkefnið er samstarfsverkefni Landgræðslu ríkisins og Landssamtaka sauðfjárbænda, styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Markmið verkefnisins er að skoða atferli sauðfjár í sumarhögum í samstarfi við bændur um allt land. Mynd: grolind.land.is

fyrir landnýtingu, kortlagningu beitilanda, könnun á beitarferli sauðfjár (GPSKindur) og samstarf við landnotendur. Landgræðslan hvetur fólk til að mæta og taka virkan þátt í þróun verkefnisins.

Sjálfbær nýting er hagur okkar allra

Markmið GróLindar er tvíþætt. Annars vegar snýr það að vöktun á ástandi gróður– og jarðvegsauðlinda landsins en vöktunin mun hefjast nú í sumar.

Útfærsla vöktunarinnar þarf að vera með þeim hætti að hún sé auðskiljanleg og jafnframt sveigjanleg þannig að hægt sé að laga hana að nýjustu tækni þegar svo ber undir, eins og t.a.m. notkun snjalltækja.

Annað af meginmarkmiðum GróLindar er að þróa sjálfbærnivísa fyrir landnýtingu. Við þróun einfaldra vísa til að meta sjálfbærni landnýtingar er nauðsynlegt að hafa skilning á áhrifum mismunandi landnýtingar á uppbyggingu og virkni vistkerfa. Í verkefninu er stefnt að því að auka þennan skilning með því að;

1) vakta gróður- og jarðvegsauðlindir

2) safna saman þeirri þekkingu sem þegar er til staðar

3) auka þekkingu með rannsóknum.

Þegar eru hafnar rannsóknir til að m.a. skoða beitaratferli sauðfjár í sumarhögum og fylgjast með því hvort gróður þróist með mismunandi hætti á beittu og friðuðu land.