Rafmagnsbilun á Húsavík

Stjórnsýsluhús Norðurþings á Húsavík. Mynd/epe.
Rafmagnslaust er nú í hluta Húsavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá RARIK er búið að finna bilunina en grafið var í háspennustreng. Unnið er að því einangra bilunina og vonast er til að rafmagn verði komið á ekki síðar en kl. 09:45

Fréttin hefur verið uppfærð: Rafmagn er komið á að nýju eftir að gert var við bilunina,