Texti: Sigrún Aagot Ottósdóttir


Tanía Sól Hjartardóttir er aðeins 14 ára gömul en hefur náð langt í fótbolta þrátt fyrir ungan aldur. Tanía Sól er frá Laugum, en hefur æft með KA síðastliðin ár. Tanía Sól varð Íslandsmeistari með 4. fl KA síðasta sumar og var valin í úrtaksæfingar á vegum KSÍ á síðasta ári.

Tanía segir að fótboltaáhuginn hafi kviknað þegar hún var 4 ára, en hún var alltaf að leika sér með bolta þegar hún var yngri, hún prófaði að fara á æfingu og fannst það mjög gaman. Hún segir að það skemmtilegasta við fótboltann sé félagsskapurinn, „ég hef eignast margar góðar vinkonur þar“, en hún tekur líka fram að það jafnist fátt á við tilfinninguna þegar hún er búin að leggja sig fram og það skilar árangri.

Helstu fyrirmyndir Taníu Sól eru Sara Björk og Dybala, „þjálfarinn minn hún Ágústa er líka mjög stór fyrirmynd og ég lít upp til hennar“, segir Tanía, en Ágústa æfir einnig með Þór/KA.

Tanía Sól stefnir hátt, en hana langar og stefnir á að komast í landsliðið og út í atvinnumennsku. „Fram að því ætla ég að leggja mig fram hérna heima og komast í liðið sem verður á toppnum þegar ég fer að spila með meistaraflokki“, segir hún að lokum.