Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra stekkur hæst

F.v. Birna Ágústdóttir, skrifstofustjóri, Svavar Pálsson, sýslumaður á Norðurlandi eystra, og Halldór Þormar Halldórsson, sérfræðingur.

Val á Stofnun ársins árið 2019 var kynnt þann 15. maí sl., en þar voru þær stofnanir verðlaunaðar sem þykja skara framúr.

Það er Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu sem stendur að könnununni en hér má lesa hvaða stofnanir hlutu verðlaun í ár.

Sérstök verðlaun HÁSTÖKKVARI ÁRSINS 2019 voru veitt þeirri ríkisstofnun sem hækkaði mest á milli ára. Komu þau í hlut Sýslumannsins á Norðurlandi eystra.

Niðurstöðurnar byggja á mati starfsfólks á níu þáttum í starfsumhverfinu. Nánar tiltekið starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjörum, vinnuskilyrðum, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolti og jafnrétti.

Þátt tóku 162 stofnanir og mældist embættið hæst sýslumannsembættanna og var ofarlega á blaði með tilliti til stærðar sem framangreindra matsþátta, en stofnun hækkaði um 46 sæti.  Engin stofnun hækkaði jafn mikið á milli ára.