Sólveig Halla Kristjánsdóttir er sveitastelpa frá Hörgárdal og sóknarprestur í Laufásprestakalli í  afleysingum. Hún hlakkar til jólanna í nýju hlutverki sem sóknarprestur eftir skemmtilegt og lærdómsríkt ævintýri í Noregi. í opnuviðtali Jóla-Víkurblaðsins ræðir hún um preststarfið, sveitalífið, efann og trúna í einlægu jólaviðtali. Blaðið fer í prentun á mánudagsmorgun og dreifingu á miðvikudag.

Sólveig Halla hlaut trúarlegt uppeldi en móðir hennar kenndi henni bænir og þær lásu saman upp úr barnabiblíunni „Þegar ég var 12 ára man ég eftir að hafa hugsað í fyrsta sinn í kristinfræðitíma hjá séra Pétri Þórarinssyni að mig langaði að verða prestur og segja öðrum frá Jesú,“ segir Sólveig Halla og bætir við að henni hafi alltaf þótt gott að leita til guðs sérstaklega til huggunar við áföllum. „Þó það hafi ekki verið mjög stór áföll í barnæsku en það voru veikindi og annað, þá fann ég að ég styrktist í þessari hugmynd um að ég myndi leita í guðfræðina.“

Missið ekki af jólablaði Víkurblaðsins