Fréttir
MANNLÍF & MENNING
„Þetta er búið að vera algjört ævintýri“
Lisa Bergström er 16 ára ævintýragjörn borgarstelpa
frá Stokkhólmi í Svíþjóð. Hún ákvað að sækja um að fara sem skiptinemi á vegum
alþjóðlegu fræðslusamtakanna AFS. Hún
vildi fara til Íslands og endaði á Húsavík hjá yndilslegu fólki á Tungötunni.
Ég hitti Lisu daginn áður en hún hélt heim á leið og hún sagði mér frá reynslu
sinni af Íslandi, Húsavík og hvernig það er að eignast nýja fjölskyldu.
Þuríður, Lisa og Einar voru dugleg að ferðast og...
Kom af stað reynslusögu-herferð undir millumerkinu #takkADHDlyf
„Það er árið 2019 og ef ég lít um öxl, ekki lengra en til ársins 2010 þegar ég fór fyrst að vinna með börnum með ADHD, verð ég verulega stolt. Alltaf fleiri og fleiri segjast vera með ADHD án þess að skammast sín og halda að það sé eitthvað sem komi til með að eyðileggja líf þeirra. Í dag verða foreldrar og börn fegin þegar greining liggur fyrir og komin skýring á afhverju hlutirnir virka ekki...
Bestur Ber að ofan
Brugghúsið Húsavík Öl opnaði bruggstofu (e. taproom) í
húsakynnum gömlu mjólkurstöðvarinnar að Héðinsbraut 4 undir lok síðasta árs en
húsvíski bjórinn hefur farið sigurför um landið og var um sl. helgi valinn
besti íslenski bjórinn.
Bruggmeistari Húsavíkur, Þorsteinn Snævar Benediktsson lét
gamlan menntaskóladraum sinn rætast þegar hann stofnaði brugghúsið Húsavík öl
sem hóf framleiðslu fyrir rétt rúmu ári síðan í gömlu mjólkurstöðinni. Hann
lærði bjórgerðarlistina í Sunderland og er með diplómu til bruggmeistara. Hann
segir viðtökurnar við húsvíska bjórnum...
Eru á leið til Finnlands á kóramót
Þórdís Kristin O'Connor og Guðrún Helga Sörensdóttir eru í
Stúlknakór Húsavíkur og eru búnar að vera lengi í kór þrátt fyrir ungan aldur.
"Við byrjuðum í fimmta bekk báðar, en við erum í sjöunda bekk núna, þannig að þetta eru að verða tvö ár," segir Þórdís.
Þær segja báðar að þeim líki vel að vera í kór og það sé mjög skemmtilegt. “Maður hefur kynnst svo mörgum, þetta er eins...
Víkurblaðs klúbburinn
Lesendur Víkurblaðsins geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til útgáfunnar. Þannig geta dyggir lesendur stuðlað að farsælli framtíð fjölmiðilsins og lagt þannig sitt á vogarskálarnar til að halda uppi upplýstri, gagnrýnni, málefnalegri og umfram allt skemmtilegri umræðu um málefni Þingeyinga.
Þemu
Þemu
Samvinna og traust er lykill að árangri
Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps segist bjartsýnn á framtíð heilsársferðaþjónustu í sínu sveitarfélagi enda sé aðdráttarafl svæðisins síst minna yfir...
Fréttir
Rennibrautin hefur fengið nafn
Rennibrautin sem margir hafa beðið eftir var vígð rétt í þessu í Sundlaug Húsavíkur og var...
Aðsendar greinar
Góðir hlutir
Silja Jóhannesdóttir
Ég sat ársfund Fjallalambs á sunnudaginn. Þetta
er annað árið í...