Slökkva þurfti á ofni 1 í kís­il­veri PCC á Bakka fyrr í dag vegna þess að reyk­hreinsi­virki hans var farið að stífl­ast. Verið er að skoða hvort einnig verð slökkt á ofni 2. Þetta staðfest­i Jök­ull Gunn­ars­son, for­stjóri PCC Bakka,  við mbl.is fyrr í dag.

Í til­kynn­ingu á Facebooksíðu PCC BakkaSilicon seg­ir að ofn­arn­ir hafi báðir verið á fullu afli und­an­farna daga og fram­leitt kís­il­málm í góðum gæðum, en að hnökr­ar séu komn­ir upp. „Rykhreinsivirkið var farið að stíflast og slökkva þurfti á ofni 1 og opna neyðarskorsteina. Það er líklegt að slökkt verði á ofni 2 líka. Vegna þessa sést reykur frá verksmiðjunni og lyktar getur orðið vart,“ segir í tilkynningunni.