Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar sagði í  samtali við Víkurblaðið á dögunum að áhrif Vaðlaheiðarganga á hans svæði væri ekki  farið að gæta enda nýtilkomin.

„Það er þá helst á vetrum, frá Þórshöfn til Akureyrar voru 256 km. ef ég man rétt, leiðin styttist um ca. 5% þannig að það er bitamunur en ekki fjár,“ segir hann.

Að sama skapi segir hann of snemmt um það að segja hvort íbúar Langaness muni breyta því hvort þeir noti flugsamgöngur frá Aðaldal eða Akureyri. „Erfitt um að segja, þó er ljóst að flug í gegn um Akureyri er meira nýtt í samhengi við flug frá Þórshöfn. Það er ljóst að ef keyra þarf þá er Aðaldalur nær og verðið hagstætt fyrir þá sem eru á verkalýðsfélagsverðunum.

Elías nefnir að sú framkvæmd sem muni hafa mest áhrif á samfélagið fyrir austan sé lagning á bundnu slitlagi um Langanesströnd og Brekknaheiði. „Einnig er áhugaverð sú pæling að samþætta og skipuleggja með samræmdum hætti almenningssamgöngurnar. Þar ber þó að varast tillögur sem settar eru fram í drögum að stefnumótun sem birt var á heimasíðu ráðuneytisins um daginn og hefur verið í fréttum,“ útskýrir hann og bætir við: Langanesströnd og Brekknaheiði er mér eðlilega hugleikin enda um gríðarlega mikilvæga framkvæmd að ræða, þar utan er það viðhald á flugi og góð samþætting þess við aðrar samgöngur. ef horft er aðeins víðar á málið þá má sjá fyrir sér að göng milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar sem nefndar hafa verið.“