Sjóböðin á Húsavíkurhöfða haf slegið í gegn.

Lögreglan á Húsavík hafði hendur í hári tveggja manna fyrir skemmstu sem höfðu í húmi nætur framið húsbrot í Sjóböðunum á Húsavíkurhöfða undir áhrifum áfengis. Ekki náðu mennirnir að baða sig lengi áður en upp um þá komst. 

„Mennirnir náðust á eftirlitskerfi fyrirtækisins og lögreglan mætti á svæðið og handtók þá,“ segir Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri Sjóbaðanna í samtali við Víkurblaðið. Hann sagðist jafnframt hafa kært mennina til lögreglu og hann vissi ekki betur en að málið væri komið sína leið til saksóknara.