Brynja Rún Benediktsdóttir endurkjörin formaður Framsóknarfélags Þingeyinga

Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar:

Í gær var haldinn aðalfundur Framsóknarfélags Þingeyinga.

Fundurinn var líflegur og miklar umræður um stöðu mála í samfélagin og hjá sveitarfélögunum á svæðin. Rætt var um kjara- og skattamál og hvernig má stuðla að auknum jöfnuði.

Fundarmenn ræddu um samvinnu og samstarf ýmissa stofnana á svæðinu, s.s. um Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Eyþing, landshlutafélag sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Sömuleiðis bar málefni flokksins á góma og hvernig efla megi starfið enn frekar bæði heima í héraði og á landsvísu.

Brynja Rún Benediktsdóttir var endurkjörin formaður félagsins og nýja stjórn auk hennar skipa þau Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson, Bylgja Steingrímsdóttir, Unnur Erlingsdóttir og Aðalgeir Bjarnason. Nýjir félaga voru boðnir velkomnir.

Félagið stendur fyrir hefðbundum laugardagsspjallfundum á hverjum laugardagsmorgni sem er hjartað í starfsemi þess. Síðasta laugardag í hverjum mánuði fara kjörnir fulltrúar yfir stöðu mála á vettvangi sveitarfélagsins Norðurþings.

Hjálmar Bogi Hafliðason