“Það er Vaðlaheiðargöngum hf. mikil ánægja að tilkynna að Vaðlaheiðargöng hafa nú verið opnuð fyrir umferð. Að þessu hefur verið unnið hörðum höndum síðustu sólarhringa og er í samræmi við það sem kom fram á fréttamannafundi 11. desember sl., að stefnt væri að því að opna göngin fyrir umferð fyrir jól. Og það tókst. Í dag lauk öryggisprófunum og öllu sem þurfti að ljúka áður en göngin yrðu opnuð fyrir umferð. Göngin voru síðan opnuð fyrir umferð kl. 18:00 í dag.” Þetta kom fram í fréttatilkynningu.

Eins og fram kom á fréttamannafundi Vaðlaheiðarganga hf. 11. desember sl. hefur verið ákveðið að göngin verði öllum opin án endurgjalds til 2. janúar 2019, þegar gjaldtaka í göngin hefst. Formleg opnun ganganna verður 12. janúar nk. 

Allar nánari upplýsingar um gjaldtöku í göngin er að finna á vefnum www.veggjald.is