Auglýsing
Örlygur Hnefill Örlygsson og Rafnar Orri Gunnarson eru um þessar mundir í sinni annarri ferð um Bandaríkin við tökur á heimildamyndinni Af jörðu ertu kominn (e. Cosmic Birth). Auk þeirra kemur Friðrik Sigurðsson að framleiðslu myndarinnar en hann sér um sölu- og markaðsmál. Víkurblaðið sló á þráðinn til þeirra á þriðjudag þar sem Örlygur var fyrir svörum.
Kirkjukór Húsavíkur hefur haldið árlega vortónleika undanfarin ár og fengið ljómandi viðtökur að sögn Péturs Helga Péturssonar talsmanns kórsins. Að þessu mun gestakór frá Eistlandi troða upp á tónleikunum sem haldnir verða í Húsavíkurkirkju á föstudag klukkan 20:00. Upphaflega var ætlunin að halda tónleikana úti á Skjálfandaflóa um borð í hvalaskoðunarbátum eins og gert var fyrir nokkrum árum við góðan orðstýr. Veðurspá...
Víkurblaðið heyrði í Þórunni Harðardóttur á dögunum en hún hefur verið í forsvari fyrir siglingadeild Völsungs. „Það er til eða var, siglingadeild innan Völsungs en hún hefur hins vegar ekki verið starfandi um nokkurt skeið. Það er samt til einhver búnaður í tengslum við deildina, bátar, kajakar og aðstöðuhús niðri í Fjöru. Það er draumur okkar að endurvekja þetta...
Fyrstu Crossfittararnir á Húsavík byrjuðu að æfa reglulega í „bílskúrsfíling“ fyrir nokkrum árum síðan í skemmu í Haukamýri og smám saman hefur fjölgað í hópnum. Í dag eru allt að 70 einstaklingar sem æfa íþróttina í gömlu síldarverksmiðjunni á Húsavík. Ásta Hermannsdóttir crossfitþjálfari er ein af frumkvöðlum greinarinnar á Húsavík en hún segir að það séu 40-50 einstaklingar sem...
Á náttborðinu hjá mér er bókin Sapiens: A Brief History of Humankind eftir Yuval Noah Harari. Bókin er eins og nafnið bendir til sagnfræði mannskepnunnar í grófum dráttum frá upphafi tegundarinnar. Bókin er frábær, það sem ég er búinn með af henni og það sem er að koma mér mest á óvart er hvað skilningur minn á félagssálfræði og atferli...
Þórveig, Aldey, Fanný og Ólöf Traustadætur sóttu nýverið um styrk í Lista- og menningarsjóð Norðurþings 2019 til þess að halda Druslugöngu á Húsavík á þessu ári. Fjölskylduráð tók á sínum tíma vel í erindið og fól íþrótta- og tómstundafulltrúa að kalla eftir frekari upplýsingum frá umsóknaraðilum áður en ákvörðun yrði tekin um styrkveitingu.  Víkurblaðið sló á þráðinn til Þórveigar...
Skjálfandi - listahátíð verður haldin í Samkomuhúsinu á Húsavík föstudagskvöldið 9. júní n.k. Þetta er í áttunda árið í röð sem hún er haldin en tugir listamanna hafa tekið þátt í gegnum tíðina og margir þeirra verið að stíga sín fyrstu en ekki síðustu skref á listasviðinu.   Það er Harpa Fönn Sigurjónsdóttir sem skipuleggur hátíðina eins og hún hefur...
Fyrr á þessu ári var lögð fram metnaðarfull dagskrá fyrir sumarfrístund á Húsavík fyrir 1-4. bekk með það að markmiði að brúa bilið fyrir börn eftir að skóla lýkur að vori og fram að því að grunnskóli hefjist að nýju að hausti. Markmiðið er einnig að brúa bilið fyrir þau börn sem eru að fara hefja nám í 1....
Skjálfandi listahátíð verður haldin í Samkomuhúsinu á Húsavík föstudaginn 17. maí. Þetta er í 8. sinn sem Skjálfandi listahátíð er haldin í Norðurþingi. Hátíðin er samstarfsverkefni fjölmargra einstaklinga, hópa, byggðarlaga og listgreina þar sem heima- og aðkomufólk leiða saman hesta sína með einlægri og fallegri listahátíð í Samkomuhúsinu á Húsavík. Yfir 50 listamenn taka þátt að þessu sinni en fjölbreytnin verður...
Viðar Breiðfjörð, myndlistarmaður frá Húsavík var nýlega útnefndur bæjarlistamaður Vestmannaeyja en þar hefur hann verið búsettur í allnokkur ár. Viðar er fæddur árið 1962 á Húsavík og er alinn upp í stórum systkinahópi þar. „Við vorum sjö systkini. Ég var alinn upp með fjórum systrum en á eina systir í viðbót og einn bróðir sem er látinn en ég...