Húsavík er mikill ferðamannabær, þetta kemur fram í þættinum Að norðan á sjónvarpsstöðinni N4.
Rætt er við Guðbjart Fannar Benediktsson og Guðrúnu Þórhildi Emilsdóttur veitingafólk á veitingastaðnum Sölku á Húsavík en þau segja m.a frá því að desember s.l. hafi verið sá besti frá upphafi hjá Sölku. Þau telja jafnframt að Sjóböðin á Húsavíkurhöfða hafi hjálpað mikið til við að laða ferðafólk til Húsavíkur. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.