Ekkert bólar á framkvæmdum við niðurrif

Orðið á götunni

Hamingjusamir Mývetningar

Það sást til Mývetninga hér á förnum vegi sem brostu allan hringinn. Tveir náungar sem hittu þá furðuðu sig á þessu nýja háttarlagi þeirra, ekki væri lengur mögulegt að fá þá til að vera ósammála sveitungum sínum eða segja eitthvað neikvætt. Skýringin var talin helst sú að Sveitarstjórn hafði nýlega samþykkt að hefja átak í að auka „Hamingju íbúa sveitarfélagsins“. Árangurinn er þegar farinn að skila ótrúlegum árangri og skýrir hvers vegna fyrrnefdir íbúar Skútustaðahrepps brostu allan hringinn er þeir sáust hér á götunni nýverið.

Veggurinn stendur

Ekkert hefur enn bólað á framkvæmdum við niðurrif á „fræga hleðslukantinum“ fyrir neðann Bakkan, sem hefur verið lang fyrirferðamesta mál hjá stjórnsýslu Norðurþings s.l. mánuði. Orðið á götunni veltir fyrir sér hvort staðið verði við stóru orðin ?

Um málefni eldri borgara

Húsnæðismál „Heldri borgara“ hafa verið mikið til umræðu upp á síðkastið m.a. í nýju félagsaðstöðu Félags eldri borgara á Húsavík og nágrenni (FEBH) í Hlyn, þar sem félagarnir koma saman og njóta samverunnar og ræða þjóðmálin. Þar hefur mikið verið skrafað um ýmsar tillögur til lausnar í málefnum eldri borgara, sem hafa verið reifaðar af yfirvöldum en minna þykir fólki þar um efndir. Vonandi stendur þetta til bóta því sagt er að nú fljótlega hefjist framkvæmdir við nýtt fjölbýlishús við Útgarð og byggingu á nýju 60 rýma hjúkrunarrými norðan við Brekkuhvamm.

Sjá einnig: Af málefnum eldriborgara

FEBH hefur komið sér upp af miklum myndarskap glæsilegri félagsaðstöðu í Hlyn þar sem félagstarf þeirra hefur blómstrað. Nú er komið babb í bátinn samkvæmt orðrómi á götunni, Stjórnsýslan hefur uppgötvað reglugerð sem kveður á um starfsleyfi til félagasamtaka sem veita félagsþjónustu, því skal FEBH að mati stjórnsýslunnar sækja um slíkt starfsleyfi fyrir starfsemi sína í Hlyn fyrir maímánuð n.k. Orðið á götunni veltir fyrir sér hvort starfið í Hlyn standist reglugerðina og ef ekki hvort þá verði hið blómlega starf FEBH í Hlyn stöðvað ?

Kjaramálin reifuð

Kjaramál og vinnudeilur eru til umræðu víða m.a. á kaffistofum og skiptar skoðanir eru um stöðuna. Sumir lofa róttækar aðferðir nýrrar verkalýðsforustu, aðrir hafa áhyggjur af stöðunni og finnst ekki mikið svigrúm til launahækkana og telja mikilvægt að deiluaðilar einbeiti sér að lausn við samningaborðið. Sumir telja kröfurnar fyrst og fremst snúa að ríkisvaldinu um aukinn jöfnuð og breytt skipulag í þjóðfélaginu frekar en launataxta. Á kaffistofu hér í bænum var tekist á um kjaramálin af mikillri alvöru og skoðanir skiptar. Einn ágætur úr klúbbnum hafði lagst yfir málið og kom með fullmótaða tillögu til lausnar studda með fullkomnu „exel-skjali“ þar sem flestar breytur voru inni í dæminu. Tillagan gerði ráð fyrir að fulltrúar samningsaðila næðu saman um 15 % launahækkun til þeirra tekjulægstu á næstu 3 árum. Er það nærri þeim ramma sem verið hefur inni í myndinni, hækkunin hófleg og tryggði um leið stöðugleika.  Ríkisvaldið kæmi svo inn í myndina með tillögur í skattamálum, um þrjú skattþrep, hækkun skattleysismarka í 350 þúsund. Niðurstaða þessa samkvæmt exelskjalinu í tillögunni með réttum viðmiðum, um lágmarkslaun, meðaltekjuhóp og hálaunahóp svokallaða, væri að lægstlaunaði hópurinn fengi hækkun á rástöfunartekjum um kr. 120 þúsund á samnings-tímanum, meðaltekjuhópurinn eitthvað minna og hátekjuhópurinn minnst og jafnaðist út við 2 millj. mánaðartekjur. Með þessari tillögu og útfærslu fengist veruleg hækkun ráðstöfunar-tekna hjá lægstu hópunum og  jöfnuður í þjóðfélaginu.

Kostnaður ríkissjóðs við þessa útfærslu yrði um 5 milljarðar á ári eða margfallt minni en fjármálaráðherra hefur haldið fram um að álíka hækkun lægstu launa myndu kosta. Orðið á götunni hermir að þessi raunhæfa útfærsla af kaffistofunni hafi þegar verið send til  ráðamanna ríkistjórnarinnar og kynnt einstökum fulltrúum samningsaðila.

Jú, segið svo að ábyrg umræða á kaffistofunni geti ekki verið þjóðinni gagnleg!