Eldri borgarar hafa áhyggjur af hag sínum á Íslandi

Á fjölmennum aðalfundi félags eldri borgara á Húsavík og nágrennis var samþkkt ályktun þar sem lýst er verulegum áhyggjum yfir hag eldriborgara í landinu sem og þeirri lítilsvirðingu sem þeim er sýnd.

Ályktunin er svohljóðandi:

Félag eldri borgara á Húsavík og nágrenni lýsir yfir verulegum áhyggjum umhag eldri borgara í landinu. Og þeirri lítilsvirðingu sem þeim er sýnt.

Miðað við þær forsendur sem koma fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 er um verulegar vanefndir að ræða um að bæta kjör eldri borgara.

Greiðslur frá Tryggingastofnun, hafa ekki verið að fylgja launavísitölu undanfarin ár sem er skýlaust brot á 69 gr. Laga um almannatryggingar.

Miðað við þær forsendur sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu og birtast eldri borgurum er ljóst að kaupmáttur lífeyris frá TR mun halda áfram að dragast aftur úr, næsta árið

Aðalfundur félags eldri borgara Húsavíkur og nágrennis mótmælir harðlega þeim miklu skerðingum sem viðgangast í almannatryggingakerfinu gagnvart lífeyri úr lífeyrissjóðum.

Félagið tekur heilshugar undir með öðrum eldri borgarafélögum sem sent hafa frá sér ályktanir um málefni eldri borgara um óforskammaðar vanefndir ríkisstjórnarinnar, á yfirlýsingum sínum um úrbætur  á kjörum eldri borgara sem lifa við kjör langt undir fátækrarmörkum og framfærsluviðmiðum velferðarráðuneytisins.

Félagið skorar á stjórnvöld að leiðrétta þær skerðingar sem verið hafa og eru boðaðar áfram.