Gætum þess sem dýrmætast er

Það má ýmislegt finna sér til dægrardvalar í snjónum eins og sjá má á þessari mynd.

Nú hefur snjónum kyngt niður á Norðurlandinu með gleði fyrir suma en gremju fyrir aðra. Hvort heldur sem við bölvum því í hljóði að þurfa fara í ullarsokka og hlífðarbuxur eða hlökkum til að spenna á okkur skíðin; þá er að ýmsu að hyggja þegar svona árar.

Þó snjórinn hjálpi vissulega til við að aula birtustigið þá hefur skyggni takmarkast af öðrum ástæðum. Götur hafa þrengst verulega þó snjómokstursfólk vinni frábært starf við að halda þeim flestum opnum. Þá eru komnir snjóhaugar og fjöll víða í þéttbýlinu sem ungviðinu þykir gaman að príla í, hoppa og renna.

Víkurblaðið vill því brýna fyrir ökumönnum sérstaklega, að fara varlega. Það er lítið mál að flýta sér hægt þegar viljinn er til þess gerður. Harmleikir aftur á móti verða ekki teknir aftur en það er mögulegt að fyrirbyggja þá með skynsemina að vopni.

Svo er um að gera fyrir unga jafnt sem aldna að muna eftir endurskynsmerkjunum og nýta tíðarfarið til að gera eitthvað skemmtilegt.