Vegna slæmrar veðurspár á Gamlársdag hefur verið tekin sú ákvörðun að flýta Gamlárshlaupi Völsungs til sunnudagsins 30. desember klukkan 11:00.

Vegalengdir verða óbreyttar, Skemmtiskokk 3,5 km. 5 km og 10 km með tímatöku.

Útdráttarverðlaun verða veitt eftir hlaup og þá mun Sundlaug Húsavíkur bjóða þátttakendum ókeypis í sund.