Vorfagnaður Karlakórsins Hreims verður haldin hátíðlegur í kvöld, 27. apríl kl. 20:30 að Ýdölum.

Karlakórinn Hreimur. Mynd: Pétur Jónasson.

Karla­kór­inn Hreim­ur hef­ur sett svip sinn á menn­ing­ar­líf Þing­ey­inga allt frá stofnun í janúar 1975. Kórinn skipa í dag um 60 karlar á öllum aldri sem hitt­ast tvisvar í viku all­an vet­ur­inn í fé­lags­heim­il­inu Ýdöl­um í Aðal­dal, til þess að syngja og eiga stund sam­an. Nú er komið að hinum árlega vorfagnaði á heimavelli Hreims en hann er ávallt haldinn fyrir fullu húsi.

Steinþór Þrá­ins­son hefur verið stjórn­andi kórs­ins frá árinu 2012 en hann hefur m.a. numið

Steinþór Þráinsson stjórnar á æfingu á dögunum. Mynd/epe

söng hjá Sig­urði Demetz á Ak­ur­eyri. Þá stundaði hann söngnám og al­mennt tón­list­ar­nám við Söng­skól­ann í Reykja­vík. Á náms­ár­um sín­um söng hann með Kór Langholts­kirkju. Undirleikari Karlakórsins Hreims er Judit György sem tók við af Steinunni Halldórsdóttur nú í vetur.

Gestir kórsins að þessu sinni verður hið margrómaða Heilsutríó frá Húsavík.
Veislustjóri verður Æsa Hrólfsdóttir en veislukaffi Karlakórskvenna verður á sínum stað í hléi.

Blaðamaður leit við á æfingu kórsins á dögunum sem þá var reyndar haldin í gömlu sumarbúðunum við Vestmannsvatn og smellti af nokkrum myndum. Í kjölfarið var Jón Þormóðsson tekinn tali en hann hefur sungið með kórnum í fjöldamörg ár en hann mætti á fyrstu æfinguna sína með kórnum í janúar árið 1986. „Jú elsku kallinn minn, ég þori varla að segja það en það eru komin rétt rúmlega 30 ár sem ég hef verið í þessu,“ segir Jón en hann syngur 1. bassa og starfar sem ritari í stjórn kórsins.

Og þú hefur varla misst af æfingu skilst mér?

„Þær eru alveg hálfvitalega fáar,“ segir hann og hlær. „En þetta er alveg afskaplega gaman, góður félagskapur og afslappandi. Það er gott að koma saman og syngja eina og eina kvöldstund.“

Er Vorfagnaðurinn orðin að föstum lið í tilverunni?

„Við erum búnir að vera með þetta í um tuttugu ár hjá okkur, að karlakórinn haldi svona vorhátíð og gjarnan fengið til okkar einhverja gesti og stjörnur til til að krydda þetta svolítið.

Þetta hefur verið feykilega vel sótt undanfarin ár og er virkilega flottur og ómissandi menningarviðburður í héraðinu,“ segir Jón Þormóðsson.