Mynd: @mattis.chr/Twenty20.

Samkvæmt upplýsingum frá Vatnajökulsþjóðgarði er mikið leys­inga­vatn nú á svæðinu við Detti­foss. Vatn er farið að flæða yfir veg 862 áleiðis að foss­in­um og um Sand­dal renn­ur nú á und­ir snjón­um sem er alla jafna ekki til staðar.

Í tilkynningu á Facebooksíðu Vatnajökulsþjóðgarðs kemur fram að fyrir vikið skapist lífshættulegar aðstæður og hefur svæðinu því verið lokað í samráði við Vegagerðina og lögreglu. Ekki liggur fyrir hversu lengi lokunin varir.