Lygi, lygi….en mikið til íðí….!!

Stefán Guðmundsson skrifar

Óli Halldórs formaður byggðaráðs beit á agnið og skrifar grein á 640.is þann 22.01.208.

Ekki var við öðru að búast.  Greinin er um margt fróðleg fyrir þær sakir að gremjan skín í gegn um hana; háðungin og hálfsannleikurinn. Sá er gjarnan ritstíllinn.

Gamall maður hafði gjarnan á orði forðum; þegar hann varð sannleikanum sárreiður; að það sem var borið uppá hann væri lygi, lygi….en mikið til í því.

Óli fer mikinn  í nafnagreiningum mínum og samsæriskenningum; sem skilji eftir sig tortryggni og fóðri dylgjur. Mín skrif hefur ekki þurft til, svo mikið er víst.  Verkin tala sínu máli og framganga kjörnu fulltrúa meirihlutans í okkar garð. Málin voru að ég held nokkuð vel rakin í Víkurblaðsgreininni og þurfa ekki frekari skýringa við og listinn langt í frá tæmdur í þeim efnum.  Af nægu að taka. Að vanda sleppir hann lykilatriðinu í sinni tilvitnun þar sem ég segi að erfitt hafi reynst að glíma við sveitarstjórnir undanfarinna 17 ára…..Vantar: „en alltaf hafi náðst þolanleg niðurstaða; að frátöldum síðari hluta síðasta kjörtímabils og það sem af er þessu“ – þar virðist henta að kveða við hálfsannleika; talandi um að fóðra dylgjur.

Sjá einnig: Veggir og brýr

Agnið

Það var með ráðum gert af minni hálfu að sleppa einu lítilvægu atriði í sambandi við vegginn umtalaða.  Ég vissi að það yrði helsta efnið í svargrein.  Óli beit á agnið.  Það er svo magnað að umrætt atriði af öllum þeim hinum sem ég skrifaði um; verði hans aðal og eina umfjöllunaratriði. Ekki öll hin sem eru ljóslifandi í texta, myndum og daglegri sýn.  Offorsið í kring um vegginn okkar var svo svakalegt; ólíkt öðrum veggjum sama tíma, að við ákváðum að hefja ferli með því að kæra vinnubrögð skipulagsfulltrúans til Úrskurðarnefndar Auðlinda og Umhverfismála. Harkan um ákvörðun og eftirfylgni.  Siðleysið höfðu þeir sýnt, fulltrúarnir.   Líkurnar voru litlar á því að nefnd skipuð ríkisstarfsmönnum myndi fara gegn embættismanni N-þings í veggjamálinu.  Þetta var vitað. Samanburður á öðrum sambærilegum dæmum var ekki gerður; enda ekki hlutverk þeirrar nefndar.  Rörið þeirra var á vinnubrögðum skipulagsfulltrúans; og fjallaði úrskurður nefndarinnar eingöngu um það að skipulagsfulltrúinn hefði fylgt eftir ákvörðun kjörnu fulltrúanna.  Kærunefndin fjallaði ekki um ákvörðun og hörkuna af hálfu kjörnu fulltrúanna – höldum því til haga.  Miklu frekar ráðuneytis og Samkeppniseftirlitsins að fjalla um ákvörðunina og samanburðinn; jafnvel ó-frágang suðurhliðar Flókahússins,kvaðirnar og önnu tilgreind mál.  Greinargerðir skipulagsfulltrúans orkuðu vægast sagt tvímælis á köflum og sannleiksgildið látið ráðast; algerlega frjálsar hendur að því er virtist í nafni Norðurþings sem og oft áður.

 

Rausið

Það er svo athyglivert að sjá ítrekuð skrif kjörins fulltrúa og formanns byggðaráðs; gremjuskrif í kjölfar harðrar gagnrýni; setta fram á verulega skilmerkilegan hátt.  Rökleysan í slíkum skrifum birtist oftast í endurtekningum um samsæriskenningar, dylgjur, ofsóknarkenndir, samsærisraus, karp og fávitahátt.  Hvað segir það um viðkomandi formann byggðaráðs N-Þings ?  Kom það jafn óþyrmilega við kauninn á honum og fleirum; sem kunna jafnvel ekki að skilja á milli þess að vera kjörin opinber persóna og venjulegur fjölskyldumaður ?  Að sama skapi væri nær fyrir viðkomandi að gera góða grein fyrir samningnum sem hann gerði ásamt fleirum fyrir hönd N-þings um farþegagjöldin korteri fyrir síðustu kosningar á kostnað bæjarbúa.  Hvaða lýsingarorð ætli hann muni nota um þann gjörning eða falsbókunina sem gerð var í byrjun des. síðastliðinn í því máli af samstarfsmanni hans; nánar tiltekið forseta sveitarstjórnar?  Hvaða lýsingarorð henta við slíka gjörninga? Væri það mögulegt lífsheilræði viðkomandi að líta í eigin barm í stað þess að ausa fúkyrðum yfir undirritaðan og hans réttmætu gagnrýni; talandi um hans eigin“ taktvissa orðalag“….að halda að nær allir í kring séu orðnir fávitar.

Sjá einnig: Prinsipp-Hetjur Meirihlutans……!!

Say What….

Orðrétt úr grein Óla:

„Að öllu framansögðu vil ég taka sérstaklega fram að ég kveinka mér að engu leyti undan umbúðalausri gagnrýni og karpi frá körlum eins og Stefáni Guðmundssyni þegar slíkt er borið fram með eðlilegum og sæmilega málefnalegum hætti.”

Og síðar:

En það þarf að gera með sömu lögum og reglum og við hin þurfum að búa við.  Og við verðum að koma okkur saman um mörk sem leyfa ekki samskiptamáta af þessu tagi. Þessum dylgjum og niðurrífandi samskiptum á opinberum vettvangi þarf að linna, þó ekki væri nema til að hvíla samfélag sem þarf á uppbyggingu og hvatningu að halda á þeirri neikvæðnisbylgju sem svona karpi fylgir. Tímann og orkuna sem sparast getum við notað í uppbyggilega og jákvæða hluti. Nóg er af þeim.”

Óli þú hlýtur að vera að grínast

Að lokum eftir lestur greinar Óla, finnst mér ég vera kominn með fleiri spurningar eftir þetta heldur en svör.  Formaður byggðaráðs eys úr skálum reiði sinnar í upphafi og gegn um hans greinarstúf.  Minnir á regluverkið sem „við hin þurfum að búa við“ (sumir)  og segir svo að við verðum að koma okkur saman um mörk sem leyfa ekki samskiptamáta af þessu tagi. Segir ennfremur…..„og þó ekki nema til að hvíla samfélag sem þarf á uppbyggingu og hvatningu að halda.“  Ha…..var ég ekki að lesa sömu grein og aðrir ??

En að öllu gamni slepptu; þá hefði ég síst af öllu viljað þurfa að fara þessa grýttu leið og ítrekað boðið uppá málamiðlanir; ég og margir fleiri. Öllum hafnað. Hellulagðan gangstíg og þ.m.t stöðuleyfi fyrir umrædda sentimetra veggjanna.  Flestir kjörnu fulltrúar meirihlutans sem hafa haft sig mest í frammi eru algerlega vanhæfir í Flókahúsmálinu; og þ.m.t. Skipulags & byggingarfulltrúinn.  Svo ekki sé minnst á farþegagjaldamálið stóra; eðli þess og tengsl.

Það er enn von mín og trú; að kjörnir fulltrúar hvers tíma sjái hag sinn í því að hlúa að þeim fyrirtækjum sem byggja okkar samfélag á hverjum tíma; í stað þess að sýna óskorað vald sitt með glórulausu framferði í krafti þess; burtséð frá pólitískum skoðunum og atgervi.  Tali ekki í vestur og haldi svo í austur. Mál okkar fyrirtækis snertir ekki bara undirritaðan, heldur starfsmenn, fjölskyldur, viðskiptavini og samfélagið.

Ég skora á ykkur félagana að draga andan og endurhugsa heildina við Flókahúsið; meiri hagsmunir fyrir minni á lóð hafnarinnar og verða stoltir af því með okkur.  Hvatning er orðin til þess að opinbert stjórnvald fari ofan í saumana á þeim „hliðrunum“ sem gerðar hafa verið……..prinsippsins vegna. Snjóboltinn stækkar og stækkar.

Eins og maður góður sagði: „Það verður lítið orðið eftir af Húsavík ef á að fjarlægja alla þá sentimetra sem umfram eru í áranna rás“

Gangi þér heilshugar vel í leyfinu; verkefnið þitt þar er ofar öllu.

Virðingarfyllst SG.