Vegna vinnu í Vaðlaheiðargöngum verður næturlokun fyrir almenna umferð í vikunni. Göngin verða lokuð frá kl. 22:00 til 06:00.

Vinnan hófst í gærkvöld, mánudag og er vonast til þess að næturlokunin vari ekki lengur en 4 nætur.