Á undanförnum árum höfum við þróað frábært svæði fyrir gönguskíði á heiðinni rétt fyrir ofan Húsavík. Svæðið er einn af fáum stöðum á Íslandi þar sem gera má ráð fyrir snjó allan veturinn á svæði sem er í einungis 10 mínútna fjarlægð frá bænum. Aðalviðburður hvers árs er svokölluð Orkuganga þar sem þátttakendur keppa í 25km, 10m og 2,5km skíðagöngu. Þetta er keppni eða viðburður sem er opinn fyrir alla, fagfólk, byrjendur og alla fjölskylduna.

Lengsta vegalengdin hefst við Þeistareyki og liggur síðan um Reykjaheiði. 120 þáttakenderur eru skráðir fyrir Orkugangan á morgun.

Á þessu ári eiga þátttakendur kost að á að nýta sér sértilboð í nokkrum verslunum og veitingastöðum á Húsavík. Þátttakendur fá frítt í sund og er öllum þátttekendum boðið í sjóböðin GEOSEA á Húsavík sem eru er opin til kl. 22:00.

Í ár verður Orkugangan haldin á morgun, 13. apríl.  Nánari upplýsingar verða birtar á facebook síðu göngunnar  og skráning er þegar hafin

Boðið verður upp á þrjár vegalengdir:

– 25. km ganga með hefðbundinni og frjálsri aðferð ásamt

– 10 km göngu með hefðbundinni aðferð

– 2,5 km göngu fyrir yngstu iðkendur og byrjendur.

Rásmark 25 km Orkugöngunnar er við Þeistareykjavirkjun.

Rásmark 10 km suðaustan við Höskuldsvatn.

Rásmar 2,5 km er á gönguskíðasvæði á Reykjaheiði.

Orkugangan gefur stig til Íslandsgöngu Skíðasambandsins.

Dagskrá:

Laugardagur 13. apríl

08:30: afhending mótsgagna hefst á svæði skíðagöngudeildar á Reykjaheiði.

09:45: Rúta leggur af stað frá svæði skíðagöngudeildar að rásmarki í 25- og 10 km göngum.

Rúturferð er innifalin í skráningargjaldi.

Rástímar

25 km: kl. 11:00

10 km: kl. 11:00

2,5 km: fyrir 12 ára og yngri kl. 11:00

Verðlaunaafhending og kjötsúpa verða í sal í Dvalarheimilinu Hvammi frá kl. 15:00

Þátttökugjald

25 km ganga – 7.000 kr

10 km ganga – 4.000 kr

2,5 km ganga – frítt

Aldursflokkar

25 km: 16-34 ára, 35-49 ára, 50- 59 ára og 60 ára og eldri hjá hvoru kyni

10 km og 2,5 km : Einn opinn flokkur hjá hvoru kyni

Nánari upplýsingar veitir Kári Páll (660 8844) og Sigurgeir (898 8360).