Píslargangan í 25. sinn í Mývatnssveit

Mývatn á björtum sumardegi.

Píslargangan umhverfis Mývatn verður gengin í 25 sinn á föstudaginn langa 19. apríl næstkomandi.

Píslargangan hefst á því að presturinn sr. Örnólfur Ólafsson á Skútustöðum syngur morguntíðir í Reykjahlíðarkirkju kl 8:45. Sjálf gangan hefst síðan kl. 9:00.

Leiðin er 36 km. löng og gengur hver á sínum forsendum og sínum hraða. sr. Örnólfur mun síðan færa sig yfir í Skútustaðarkirkju og lesa Passíusálma.