Gengið hefur verið frá ráðningu Jónasar Hreiðars Einarssonar til Norðurþings, en hann mun hefja störf í ársbyrjun 2019. Jónas mun gegna starfi verkefnastjóra á framkvæmdasviði sveitarfélagsins ásamt því að koma að verkefnum á vettvangi veituframkvæmda á vegum Orkuveitu Húsavíkur, en reynsla hans og innsýn á því sviði mun án efa nýtast sveitarfélaginu vel.  Jónas er 41 ára, fæddur og  uppalinn á Húsavík.
Jónas útskrifaðist sem rafvirki frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2002. Er með Diploma í viðskipta- og rekstrarhagfræði frá Háskólanum á Akureyri og Diploma í rafmagnsiðnfræði frá Háskólann í Reykjavík.

Hann hefur starfað sem rafvirki síðustu 15 ár,  en hefur að auki gegnt störfum sem mynda breiðan bakgrunn fyrir þau verkefni sem hann mun sinna hjá Norðurþingi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Norðurþings.