Ráðið hefur verið tímabundið í starf skrifstofu- og skjalastjóra

Ráðið hefur verið tímabundið í starf skrifstofu- og skjalastjóra Norðurþings og mun Bergþóra Höskuldsdóttir gegna stöðunni. Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins kemur fram að Bergþóra hafi hafið störf í dag 18. febrúar.

“Bergþóra er þaulreynd en hún starfaði í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á árunum 1997 til 2015,” segir í tilkynningunni.