Stúlknakór Húsavíkur. Mynd: Aðsend.

Skjálfandi listahátíð verður haldin í Samkomuhúsinu á Húsavík föstudaginn 17. maí.

Þetta er í 8. sinn sem Skjálfandi festival er haldið í Norðurþingi, og er hátíðin samstarfsverkefni fjölmargra einstaklinga, hópa, byggðarlaga og listgreina þar sem heima- og aðkomufólk leiða saman hesta sína með einlægri og fallegri listahátíð í samkomuhúsinu á Húsavík.

Sem fyrr er ókeypis inn á hátíðina, sem stendur frá klukkan 20.00 – 24.00.

Húsið opnar klukkan 19.30.

Yfir 50 listamenn taka þátt að þessu sinni en fjölbreytnin verður í fyrirrúmi. Tónlist, myndlist, gjörningar og vídeólist er meðal þess sem gestum verður boðið upp á.

Víkurblaðið í samstarfi við Skjálfanda listahátíð hefur nú kynningu á þátttakendum: Kynningin hefst á Stúlknakór Húsavíkur:

Í Stúlknakór Húsavíkur eru á þriðja tug hæfileikaríkra stúlkna sem eru á aldrinum 10-16 ára og það er engin önnur en Ásta Magnúsdóttir sem er stjórnandi kórsins.

þær hafa verið að koma fram á ýmsum viðburðum og stefna út til Finnlands í byrjun júní á norrænt kóramót. Fastir liðir eru vortónleikar og jólatónleikar.

Meðlimir í Stúlknakór Húsavíkur eru:

Aníta Rakel Kristjánsdóttir

Arney Elva Valgeirsdóttir

Aþena Marey Ingimarsdóttir

Elísa Rafnsdóttir

Elva Rut Birkisdóttir

Emilía Björt Ingimarsdóttir

Ester Eva Ingimarsdóttir

Friðrika Bóel Jónsdóttir

Guðrún Helga Sörensdóttir

Hafdís Inga Kristjánsdóttir

Hjördís Inga Garðarsdóttir

Inga María Wójcik

Íris Alma Kristjánsdóttir

Jenný Birna Þórisdóttir

Katla Margrét Hallgrímsdóttir

Katla María Guðnadóttir

Lína Rut Ásbjörnsdóttir

Margrét Sif Jóhannsdóttir

Sandra Björk Kristjánsdóttir

Sara Kristín Smáradóttir

Thelma Dís Heimisdóttir

Þórdís Kristin O’Connor

Þórey Ösp Þórðardóttir