Strandblakvöllur og Skotfélag Húsavíkur hlutu styrk

Mynd: @muneerarts via Twenty20

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2019 til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði menningarmála.

Til íþrótta- og æskulýðsmála eru veittir stofnstyrkir til að styðja við uppbyggingu, endurnýjun og viðhald íþróttamannvirkja og mannvirkja fyrir æskulýðsstarfsemi í samstarfi við sveitarfélög og fleiri aðila.

Völsungur fékk úthlutað hálfri milljón vegna strandblakvalla á Húsavík en tveir vellir eru við safnahúsið á Húsavík sem settir voru upp á síðasta ári. Skotfélag Húsavíkur fékk 1.5 milljóna kr. styrk til uppbyggingar á félagsaðstöðu.

Í samtali við mbl.is sagði Kjart­an Páll Þór­ar­ins­son, íþrótta- og æsku­lýðsfull­trúi Norðurþings, að kostnaður­inn við hvorn blakvöll­inn fyr­ir sig hlaupi  á nokkr­um millj­ón­um en á síðast ári var lokið við að leggja jarðveg­ og net keypt.