Sveitarstjóri leggur höfuðáherslu á fjölbreytni í atvinnulífinu

Rætt var við Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings í þættinum Að norðan

Sjónvarpsstöðin N4 var á ferð á Húsavík við upptökur fyrir þáttinn Að norðan. Þar sem ferðaþjónusta og uppbygging iðnaðar á Bakka var í brennidepli. Hér er rætt við Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings. Hann lýsir yfir ánægju með þá stoð sem iðnaður á Bakka er fyrir samfélagið og fagnar þeim vexti sem orðið hefur í ferðaþjónustu. Hann leggur höfuð áherslu á að fjölbreytni í atvinnulífinu sé sem mest.