Tónasmiðjan og gestir kynna “Tónleikasýninguna” Lífið er núna – ROKKUM gegn krabbameini 26. maí n.k. í Samkomuhúsinu á Húsavík kl 20:00

„Um þessar mundir eru 30 einstaklingar, einsöngvarar, stór hljómsveit og bakraddir, frábær hópur fólks á öllum aldri að vinna að þessari glæsilegu sýningu sem eru jafnframt minningar og styrktar tónleikar til minningar um allt það góða fólk sem hefur látið lífið vegna krabbameins og til styrktar KRAFTI félag ungs fólks sem hefur greinst með krabbamein”.

Í tilkynningu frá Tónasmiðjunni segir að heiðursgestur sé hinn landsþekkti söngvarinn Páll Rósinkranz sem sló í gegn með hljómsveitinni Jet Black Joe og hefur síðan átt afar farsælan sólóferil. Þema sýningarinnar er rokk & ról íslensk og erlent, lög frá gullaldarárum rokksins „50´s – 80´s“. Fluttar verða ábreiður eftir  Bítlana, Tinu Turner, Elvis Presley, Roy Orbison, Bon Jovi, Trúbrot og fleiri.

Forsala er hafin – fyrstir koma fyrstir fá! Miðinn kostar aðeins tvö þúsund krónur. Miðapantanir með tölvupósti thuskiptirmali@gmail.com