Eins og sjá má eru göngustígar með öllu ófærir gangandi vegfarendum. Myndin var fengin af Facebooksíðu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Unnið er hörðum höndum að því að opna svæðið við Dettifoss en eins og greint var frá í gær sköpuðust lífshættulegar aðstæður vegna leysingavatns sem fór að flæða yfir veg 862 áleiðis að foss­in­um.

Samkvæmt upplýsingum frá Vatnajökulsþjóðgarði hefur vatnið sjatnað talsvert síðan í gær en þó er enn vatnsrennslið það mikið að ófært er fyrir fótgangandi frá bílastæði að fossinum. aThugað verðu í fyrramálið hvort tímabært sé að opna svæðið

“Landverðir hafa í dag og í gær grafið rásir til að flýta fyrir framræsingu á svæðinu og tryggja að göngustígar þorni sem allra fyrst, en á köflum eru þeir eitt eðjusvað. Framhaldið ræðst svo af veðrinu í dag; nú er stífur sunnanvindur sem flýtir fyrir þornun en um leið hraðar hann bráðnun þess snjós sem eftir er. Það er því ekki einfalt að spá fyrir um þróunina,” segir á Facebooksíðu þjóðgarðsins.