Myndlistarsýning leikskólabarna var opnuð sl. föstudag í Safnahúsi Húsavíkur
og stendur hún til 23. apríl. Sýningin er samstarfsverkefni Grænuvalla og
Safnahússins og hófst fyrir 6 árum. Tveri elstu árgangar Grænuvalla heimsóttu
Safnahúsið í nokkur skipti eftir áramót og hvert barn valdi sér verk sem það síðan
notaði sem innblástur í sitt eigið verk.
Á sýningunni má líta augum á þau verk sem þau völdu ásamt þeirra eigin
listsköpun að viðbættu viðtali við þau. Til barnanna á Grænuvöllum kom listamaður í heimsókn og sagði þeim frá því hvað listamaður gerði og með hvaða
hætti hann ynni að sinni listsköpun.
Mynd/epe

Víkurblaðið #9 er komið út fullt af áhugaverðu efni. Það má fletta því hér fyrir neðan eða hala því niður með því að smella á örina sem birtist neðst í skjalinu.

Einnig má fletta því HÉR ásamt fyrri blöðum.

vikurblad-9-prent-asprent