Mynd: Framsýn

Á fundi byggðaráðs Norðurþings á dögunum var tekin til umræðu dagskrá vinnufundar ráðsins sem síðan var haldinn sl. laugardag. Þar var áformað að ýta vinnu við gerð atvinnustefnu sveitarfélagsins af stað en stefnt hefur verið að því að atvinnustefna verði staðfest í sveitarstjórn áður en fjárhagsáætlunarvinna vegna ársins 2020 hefst.

„Það er rétt við í byggðaráði tókum vinnufund á laugardag. Þar var farið yfir næstu skref og við stefnum á að leggja drög um þau atriði sem við fórum yfir. Einnig var ákveðið að kalla að borðinu hagsmunaaðila. Það má því segja að áhersluatriðin og skrefin í vinnunni verði ekki ljós fyrr en í næsta mánuði. Sveitarstjóra var falið að taka vinnuna saman og leggja fyrir okkur í apríl,“ segir Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður byggðaráðs í skriflegu svari til Víkurblaðsins.