VODA: Töfraheimur í Samkomuhúsinu

r a f n a r Útgáfutónleikar

Tónlistarmaðurinn r a f n a r mun flytja töfraheim nýútkominnar plötu sinnar, VODA í Samkomuhúsinu á Húsavík í kvöld 10. maí ásamt litríku töfrafólki sem skapa öldurnar og gera verkin að því sem þau eru.

Hverju lagi á plötunni fylgir myndverk og verða þau til sýnis á tónleikunum. Sömuleiðis verður frumsýnt vídeóverk sem tengir VODA frá upphafi til enda.

„Platan er búin að vera í vinnslu í þrjú ár og hef ég gott sem helgað öllum mínum tíma og orku í verkefnið til að koma þessu öllu heim og saman. Þetta er mikið ævintýri með litríku töfrafólki allt um kring. Þetta var ákvörðun og „mómentun“ að vera tilbúinn að fara all in og taka þetta eins langt og ég mögulega gat. Að geta sagt við sjálfan sig að ég skyldi allt eftir út frá hugsjón sem væri byggð og keyrð áfram á tilfinningu og einhverju sem ég taldi vera einhvers konar sannleika. Að hjarta sigrar alltaf tækni,“ sagði r a f n a r í viðtali við Víkurblaðið ekki alls fyrir löngu.

Frá útgáfutónleikunum í Hofi á Akureyri

Fyrri útgáfutónleikarnir fóru fram í Hofi á Akureyri í gær og var vel látið af tónleikunum.